
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur umsjón með stjórnsýsluverkefnum á sviði húsnæðismála, fasteigna, mannvirkjamála, rafmagnsöryggismála og mála er varða byggingarvörur og brunavarnir.
Stofnuninni er ætlað að stuðla að því að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði, m.a. með húsnæðisstuðningi, lánveitingum, rannsóknum, upplýsingagjöf, áætlanagerð og eftirliti. Einnig skal stofnunin leitast við að tryggja að almenningur hafi aðgang að öruggu og vistvænu húsnæði á viðráðanlegu verði og í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, þannig að almenningur hafi raunverulegt val um búsetuform.
Stofnunin gegnir jafnframt samræmingarhlutverki, sinnir samstarfi við sveitarfélög um stjórnsýslu húsnæðis-og mannvirkjamála og stuðlar að fyrirsjáanleika, skilvirkni og gæðum mannvirkjagerðar. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun annast umsýslu Húsnæðissjóðs. Starfsstöðvar stofnunarinnar eru í Reykjavík, Akureyri og á Sauðárkróki og eru starfsmenn 160 talsins.

Spennandi sumarstarf hjá HMS: Fasteignaskrá (Akureyri)
Vilt þú vinna með okkur í sumar?
Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, nýsköpun, miðlun upplýsinga og stafræna þróun, og ber ábyrgð á fjölbreyttum málaflokkum á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála? Þá gæti sumarstarf hjá HMS verið fyrir þig.
HMS leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi í sumarstarf í teymi fasteignaskrár á sviði fasteigna á Akureyri.
Sumarstarfsfólk starfar með frábærum sérfræðingum á sínum sviðum og fá dýrmætt tækifæri til að öðlast innsýn og þekkingu á árangursdrifinni starfsemi HMS. Tilvalið starf fyrir námsmenn eða nýútskrifaða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirferð á skráningum í landeignaskrá
- Leiðréttingar og gæðaskráning
- Greining þinglýstra skjala
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Tölvufærni
- Reynsla af kortagerð, myndvinnslu eða tölvuteiknun þ.m.t. CAD er æskileg
- Skipulagshæfni og nákvæmni.
- Jákvæðni og rík þjónustulund.
- Gott vald á íslensku skilyrði.
- Frumkvæði og framsýni
Auglýsing birt25. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Skrifstofustarf
Topplagnir ehf

Leiðandi sérfræðingur í reikningshaldi
Sjúkratryggingar Íslands

Þjónustufulltrúi á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

Miðjan óskar eftir þjónustustjóra í heimaþjónustu
Sumarstörf - Kópavogsbær

Sérfræðingur í framleiðslu
Coripharma ehf.

Skrifstofufulltrúi með verkefnastjórn
Umhverfis- og skipulagssvið

Sumarafleysingarstörf á skrifstofu Húsasmiðjunnar
Húsasmiðjan

Tjónamatsfulltrúi fasteignatjóna
Vörður tryggingar

Sumarstarfsfólk í seðlaver RB
Reiknistofa bankanna

Farmskráfulltrúi í Þjónustudeild
Samskip

Sérfræðingur í persónu- og ferðatjónum
Vörður tryggingar

Elskar þú tölur?
Set ehf. |