Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Spennandi sumarstarf hjá HMS: Fasteignaskrá (Akureyri)

Vilt þú vinna með okkur í sumar?

Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, nýsköpun, miðlun upplýsinga og stafræna þróun, og ber ábyrgð á fjölbreyttum málaflokkum á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála? Þá gæti sumarstarf hjá HMS verið fyrir þig.

HMS leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi í sumarstarf í teymi fasteignaskrár á sviði fasteigna á Akureyri.

Sumarstarfsfólk starfar með frábærum sérfræðingum á sínum sviðum og fá dýrmætt tækifæri til að öðlast innsýn og þekkingu á árangursdrifinni starfsemi HMS. Tilvalið starf fyrir námsmenn eða nýútskrifaða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirferð á skráningum í landeignaskrá
  • Leiðréttingar og gæðaskráning
  • Greining þinglýstra skjala
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Tölvufærni
  • Reynsla af kortagerð, myndvinnslu eða tölvuteiknun þ.m.t. CAD er æskileg
  • Skipulagshæfni og nákvæmni.
  • Jákvæðni og rík þjónustulund.
  • Gott vald á íslensku skilyrði.
  • Frumkvæði og framsýni
Auglýsing birt25. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar