Landskerfi bókasafna hf.
Landskerfi bókasafna hf.

Sérfræðingur í tæknilegum lausnum

Landskerfi bókasafna leitar að metnaðarfullum sérfræðingi til styðja við og þróa stafrænar lausnir fyrir bókasöfn um allt land á grunni bókasafnakerfanna Gegnir og Leitir.

Viðkomandi verður hluti af þverfaglegu teymi og starfið hentar vel þeim sem hafa áhuga á upplýsingatækni, gagnavinnslu og nýsköpun. Starfið krefst frumkvæðis, greiningarhæfni og getu til að leysa úr flóknum úrlausnarefnum með það að markmiði að efla þjónustu bókasafna.

Verkefni munu að einhverju leyti taka mið af þekkingu, reynslu og áhugasviði þess einstaklings sem verður ráðinn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • ​​​​​​Rekstur og viðhald safnagáttarinnar leitir.is.
  • Þróun og viðhald vefja.
  • Þróun stafrænna þjónusta fyrir notendur bókasafna.
  • Verkefni tengd gagnavinnslum og vefþjónustum.
  • Nýsköpun og þróun.
  • Notanda- og kerfisþjónusta við söfn.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegt.
  • Reynsla af að vinna með gögn.
  • Þekking á gagnasniðum og gagnavísindum.
  • Góð þekking á núverandi vefforritun (með áherslu á framenda).
  • Reynsla af þróun vefþjónusta.
  • Hæfni til að setja sig inn í flókin kerfi og byggja ofan á þau.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Góð samskiptahæfni, þjónustulund og geta til að vinna í þverfaglegu teymi.
  • Gott vald á íslensku og/eða ensku í rituðu og mæltu máli.
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð.
Auglýsing birt28. febrúar 2025
Umsóknarfrestur11. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar