Reiknistofa bankanna
Reiknistofa bankanna
Reiknistofa bankanna

Sumarstarfsfólk í seðlaver RB

RB leitar að sumarstarfsfólki í seðlaver félagsins. Seðlaver RB sér um umsýslu reiðufjár fyrir íslenska banka og hraðbanka. Um er að ræða sambærilegt starf og gjaldkerar veita í bönkum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að tryggja þjónustukaupum seðlaversins og viðskiptavinum þeirra framúrskarandi þjónustu með vandaðri og faglegri vinnu
  • Bókun á innleggjum frá fyrirtækjum, útibúum og hraðbönkum
  • Talning og flokkun seðla og smámynta
  • Afstemmingar og dagleg uppgjör
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Stúdentspróf eða sambærilegt
  • Næmni fyrir smáatriðum og góð yfirsýn
  • Þjónustulund og samskiptahæfileikar
  • Hafa náð 20 ára aldri
  • Hreint sakavottorð og fjárhagslegt vammleysi

Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um, þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.

RB er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður með sterka vinnustaðamenningu þar sem áhersla er á að starfsfólk fái að læra og þróast í starfi.

Starfsánægja í RB hefur verið há um árabil og endurspeglar metnað fyrirtækisins til að hlúa vel að starfsfólki.

RB hefur hlotið jafnlaunavottun og leggur áherslu á launajafnrétti sem og jafnrétti kynjanna í einu og öllu.

Öll kyn eru hvött til þess að sækja um.

Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir því hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.

Umsóknarfrestur er til og með 14. mars.

Nánari upplýsingar veitir Eysteinn Jónsson, framkvæmdastjóri seðlavers RB, [email protected].

Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Auglýsing birt13. febrúar 2025
Umsóknarfrestur14. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar