
Tengir hf.
Tengir hf. er fjarskiptafyrirtæki sem á og rekur ljósleiðaranet. Fyrirtækið var stofnað á Akureyri árið 2002, með það að markmiði að byggja upp ljósleiðaranet á Eyjafjarðarsvæðinu. Uppbygging ljósleiðaranets Tengis hefur verið stöðug frá upphafi en fyrstu árin var áhersla lögð á að leggja ljósleiðara þar sem mest þörf var fyrir mikla flutningsgetu, s.s. í stofnanir sveitafélaga, framhaldsskóla, háskóla og sjúkrahús.
Starfssvæði Tengis hefur stækkað jafnt og þétt og hefur markvisst verið unnið að uppbyggingu á framtíðar fjarskiptaneti. Í dag nær fjarskiptanet Tengis um nánast allt norðausturland, auk þess að Tengir á ljósleiðaranet um Vopnafjarðarhrepp og á Vatnsnesi.
Ljósleiðaranet Tengis liggur því um fjölmörg sveitarfélög; Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahrepp, Húnaþing vestra, Hörgársveit, Langanesbyggð, Norðurþing, Skútustaðahrepp, Svalbarðsstrandarhrepp, Tjörneshrepp, Vopnafjarðarhrepp og Þingeyjarsveit. Flestir þéttbýliskjarnar þessarra sveitarfélaga hafa verið tengdir við ljósleiðaranet Tengis.
Markmið Tengis er að öllum íbúum á starfssvæði félagsins muni standa til boða að nýta sér framúrskarandi fjarskipti um ljósleiðaranet í eigu heimamanna sem rekið er af heimamönnum. Ljósleiðari Tengis er því rekinn sem ,,opið kerfi” - sem þýðir að allar þjónustuveitur og fjarskiptafélög geta nýtt ljósleiðara Tengis til að bjóða viðskiptavinum upp á internetþjónustu.

Sölu- og þjónustufulltrúi - Akureyri
Ert þú með framúrskarandi þjónustulund og hefur áhuga á fjarskiptamálum? Þá gætum við hjá Tengir verið að leita að þér! Okkur vantar öflugan liðsauka til að starfa í afgreiðslu félagsins. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni, m.a. umsjón ljósleiðarapantana, skráning á búnaði og símsvörun.
Vinnutími er frá kl. 8-16 alla virka daga en við leitum eftir aðila í 80-100% starfshlutfall.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með afgreiðslu Tengis, móttaka viðskiptavina og símsvörun
- Umsjón og skráningar á ljósleiðarapöntunum
- Reikningagerð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi þjónustulund
- Jákvæðni
- Frumkvæði
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Vandvirkni
- Mjög gott tölvulæsi og tækniáhugi
- Góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt14. febrúar 2025
Umsóknarfrestur23. febrúar 2025
Laun (á mánuði)500.000 - 620.000 kr.
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Fjölnisgata 6, 603 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Bókari óskast til starfa á Sólheimum
Sólheimar ses

Sumarstarf hjá Menningarmiðstöð Hornafjarðar - bókasafn
Sveitarfélagið Hornafjörður

Aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Kara Connect
Kara Connect

Sérfæðingur í sölu- og flutningsþjónustu
Kuehne + Nagel ehf.

Starfsfólk í gæslu hjá Byggðasafni - sumarstarf
Hafnarfjarðarbær

Ert þú bókhalds séní?
Hekla

Akureyri:Hluta og sumarstörf með möguleika á framtíðarstarfi
Húsasmiðjan

Sumarstarf þjónustufulltrúar- Upplýsingamiðstöð HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Launafulltrúi
Hagvangur

Þjónustufulltrúi á skrifstofu sveitarfélagsins
Sveitarfélagið Strandabyggð

BÓKHALD
SG Hús

Hlutastarf í þjónustuveri Wolt
Wolt