Reiknistofa bankanna
Reiknistofa bankanna
Reiknistofa bankanna

Linux kerfisstjóri

Linux kerfisstjóri

Við erum að styrkja hópinn okkar og leitum að einstakling með reynslu sem hefur áhuga á sjálfvirknivæðingu og er með ríka öryggisvitund til þess að takast á við áhugaverð verkefni í öflugu fyrirtæki.

Viðkomandi kemur að rekstri og uppbyggingu á Linux/Unix umhverfum RB og viðskiptavina, ásamt tengdum hugbúnaðarkerfum. Við leitum að einstaklingi sem vinnur vel í hóp en getur líka unnið sjálfstætt þegar þess er þörf. Verkefni næstu missera er að einfalda og straumlínuvæða núverandi tækniumhverfi og ferla. Fullt af spennandi verkefnum framundan fyrir metnaðarfullan einstakling sem hefur áhuga á því að læra og vaxa í frábæru teymi.

Helstu verkefni:

  • Sjálfvirknivæðing á uppsetningu og rekstri kerfa
  • Daglegur rekstur á Red Hat Enterprise Linux netþjónum
  • Daglegur rekstur og umsýsla á hugbúnaðarkerfum
  • Framþróun umhverfa og þátttaka í mótun tæknistefnu
  • Villugreining og bestun á lausnum í tækniumhverfi

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða viðeigandi starfsreynsla
  • Þekking og reynsla af rekstri á Linux er nauðsynleg
  • Þekking og reynsla af Docker og/eða Kubernetes er kostur
  • Þekking á Ansible er nauðsynleg og þekking á öðrum tólum fyrir sjálfvirknivæðingu á borð við Chef og Terraform er kostur
  • Reynsla af forritun sem nýtist í starfi kerfisstjóra (Python/Bash) er kostur

Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um, þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.

RB er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður með sterka vinnustaðamenningu þar sem áhersla er á að starfsfólk fái að læra og þróast í starfi.

Höfuðstöðvar RB eru á Dalvegi 30 í björtu og hlýlegu húsnæði þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. Starfsánægja í RB hefur verið há um árabil og endurspeglar metnað fyrirtækisins til að hlúa vel að starfsfólki.

RB hefur hlotið jafnlaunavottun og leggur áherslu á launajafnrétti sem og jafnrétti kynjanna í einu og öllu. RB er fjölskylduvænn vinnustaður með sveigjanlega fjarvinnustefnu.

Öll kyn eru hvött til þess að sækja um.

Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir því hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.

Umsóknarfrestur er til og með 10.3.25

Nánari upplýsingar veitir Greta Lind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Kerfisreksturs í síma 8966733. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Auglýsing birt24. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar