
Alfreð
Alfreð er hugbúnaðar- og þjónustufyrirtæki sem þróar snjallar lausnir til að tengja saman fólk og fyrirtæki.
Alfreð ehf. tók til starfa árið 2013 og umbylti á örfáum árum markaði fyrir atvinnuauglýsingar á Íslandi. Vinsældir Alfreðs halda samt alltaf áfram að aukast enda er okkar starf drifið af stöðugri nýsköpun.
Höfuðstöðvar okkar eru í Kópavogi en auk þess er Alfreð með skrifstofu í Prag. Fyrir utan Ísland og Tékkland er okkur einnig að finna á Möltu og í Færeyjum og ætla má að vinaþjóðum Alfreðs fjölgi á næstu árum.

Tæknilegur þjónustufulltrúi - sumarstarf
Alfreð auglýsir eftir starfskrafti á þjónustuborð.
Starfið felst í að sinna almennum fyrirspurnum frá viðskiptavinum, aðstoða og kenna á auglýsinga- og úrvinnslukerfið. Viðkomandi þarf að geta leyst úr tæknilegum atriðum í SQL gagnagrunni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við viðskiptavini
- Tæknileg aðstoð
- SQL fyrirspurnir
- Skráning á vandamáli
- Taka saman tölfræði
- Prófanir á vefsíðu og appi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð samskiptahæfni
- Gott tæknilæsi
- Fljót/ur að læra
- Vilji til að skila góðu starfi
- Vilji til að læra og vaxa í starfi
- Þekking á SQL gagnagrunnum
- Menntun í tölvunarfræðum er kostur
Fríðindi í starfi
- Kaffi og nasl
- Niðurgreiddur hádegismatur þrisvar í viku
Auglýsing birt27. febrúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Akralind 8, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
HugbúnaðarprófanirMannleg samskiptiSamskipti með tölvupóstiSamviskusemiSQLTeymisvinna
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Fjölbreytt sumarstörf / Various summer positions
BANANAR

Sumarstarf í þjónustumiðstöð - Hraunvangur
Hrafnista

Miðjan óskar eftir þjónustustjóra í heimaþjónustu
Sumarstörf - Kópavogsbær

Sérfæðingur í sölu- og flutningsþjónustu
Kuehne + Nagel ehf.

Þjónustufulltrúi
Linde Gas

Personalized Internet Ads Assessor - Icelandic
TELUS Digital

Almenn umsókn
BAUHAUS slhf.

Þjónustufulltrúi - sumarstarf
Motus

Sumarstarfsfólk í seðlaver RB
Reiknistofa bankanna

Farmskráfulltrúi í Þjónustudeild
Samskip

Öflugur sölu- og þjónusturáðgjafi trygginga í Reykjanesbæ
Arion banki

Head of Digital Transformation
Air Atlanta Icelandic