
Landskerfi bókasafna hf.
Landskerfi bókasafna er hlutafélag í eigu ríkis og sveitarfélaga. Tilgangur þess er að reka upplýsinga- og skráningarkerfi fyrir bókasöfn og eftir atvikum önnur söfn á Íslandi og veita þeim tengda sérfræðiþjónustu.
Landskerfið rekur bókasafnakerfið Gegni, leitargáttina leitir.is og Rafbókasafnið og þjónustar um 300 bókasöfn. Starfsmenn félagsins eru átta talsins.
Nánari upplýsingar má finna á www.landskerfi.is.
Sérfræðingur í bókasafnakerfum og gagnavinnslu
Landskerfi bókasafna leitar að metnaðarfullum og tæknilega sterkum einstaklingi til að þróa og viðhalda sérhæfðum þjónustum fyrir bókasöfnin á Íslandi á grunni bókasafnakerfanna Gegnir og Leitir. Viðkomandi þarf að geta unnið bæði sjálfstætt og í þverfaglegu teymi sem sinnir þjónustu- og þróunarverkefnum fyrir bókasöfn.
Starfið krefst þekkingar á starfsumhverfi bókasafna og áhuga á að vinna að framförum í umhverfi þeirra. Það mun að einhverju leyti taka mið af þekkingu, reynslu og áhugasviði þess einstaklings sem verður ráðinn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón sameiginlegra gagna bókasafna byggt á högun kerfa.
- Umsýsla bókfræðigagna í bókasafnakerfunum og sérhæfðar gagnavinnslur.
- Þróun og innleiðing lausna sem stuðla að aukinni sjálfvirkni í gagnaumsýslu.
- Uppbygging og viðhald sérhæfðra kerfisþjónusta.
- Notandaþjónusta og ráðgjöf til bókasafna.
- Gerð verkferla og leiðbeininga.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, bókasafns- og upplýsingafræði eða skylt fag.
- Þekking á bókasafnakerfinu Gegni.
- Þekking á safnastarfi og skráningarmálum bókasafna.
- Reynsla af gagnavinnslu og þekking á gagnagrunnum og stöðlum.
- Mjög góð tölvufærni.
- Hæfni til að greina og leysa flókin úrlausnarefni á skilvirkan hátt.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og ögun í vinnubrögðum.
- Góð samskiptahæfni, þjónustulund og geta til að vinna í þverfaglegu teymi.
- Gott vald á íslensku og/eða ensku í rituðu og mæltu máli.
Auglýsing birt28. febrúar 2025
Umsóknarfrestur11. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í tæknilegum lausnum
Landskerfi bókasafna hf.

Starfsmaður í söludeild - tímabundið starf
Vélafl ehf

Liðsmaður í bókhaldsdeild
Iceland ProServices

Miðjan óskar eftir þjónustustjóra í heimaþjónustu
Sumarstörf - Kópavogsbær

Skrifstofufulltrúi með verkefnastjórn
Umhverfis- og skipulagssvið

Personalized Internet Ads Assessor - Icelandic
TELUS Digital

Sumarstarfsfólk í seðlaver RB
Reiknistofa bankanna

Farmskráfulltrúi í Þjónustudeild
Samskip

Elskar þú tölur?
Set ehf. |

Launafulltrúi
Hagvangur

Prófdómari í ökuprófum á höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf

Skrifstofufulltrúi
BBA//FJELDCO