Landskerfi bókasafna hf.
Landskerfi bókasafna hf.

Sérfræðingur í bókasafnakerfum og gagnavinnslu

Landskerfi bókasafna leitar að metnaðarfullum og tæknilega sterkum einstaklingi til að þróa og viðhalda sérhæfðum þjónustum fyrir bókasöfnin á Íslandi á grunni bókasafnakerfanna Gegnir og Leitir. Viðkomandi þarf að geta unnið bæði sjálfstætt og í þverfaglegu teymi sem sinnir þjónustu- og þróunarverkefnum fyrir bókasöfn.

Starfið krefst þekkingar á starfsumhverfi bókasafna og áhuga á að vinna að framförum í umhverfi þeirra. Það mun að einhverju leyti taka mið af þekkingu, reynslu og áhugasviði þess einstaklings sem verður ráðinn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón sameiginlegra gagna bókasafna byggt á högun kerfa.
  • Umsýsla bókfræðigagna í bókasafnakerfunum og sérhæfðar gagnavinnslur.
  • Þróun og innleiðing lausna sem stuðla að aukinni sjálfvirkni í gagnaumsýslu.
  • Uppbygging og viðhald sérhæfðra kerfisþjónusta.
  • Notandaþjónusta og ráðgjöf til bókasafna.
  • Gerð verkferla og leiðbeininga.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, bókasafns- og upplýsingafræði eða skylt fag.
  • Þekking á bókasafnakerfinu Gegni.
  • Þekking á safnastarfi og skráningarmálum bókasafna.
  • Reynsla af gagnavinnslu og þekking á gagnagrunnum og stöðlum.
  • Mjög góð tölvufærni.
  • Hæfni til að greina og leysa flókin úrlausnarefni á skilvirkan hátt.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og ögun í vinnubrögðum.
  • Góð samskiptahæfni, þjónustulund og geta til að vinna í þverfaglegu teymi.
  • Gott vald á íslensku og/eða ensku í rituðu og mæltu máli.
Auglýsing birt28. febrúar 2025
Umsóknarfrestur11. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar