BBA//FJELDCO
BBA//FJELDCO
BBA//FJELDCO

Skrifstofufulltrúi

Við leitum að samviskusömum og þjónustuliprum fulltrúa á skrifstofu BBA//Fjeldco. Um er að ræða fjölbreytt starf í góðu starfsumhverfi. Í starfinu felast almenn skrifstofustörf og stoðþjónusta við starfsmenn stofunnar. Vinnutími er frá 9:00 til 17:00 virka daga.

Starfssvið:
  • Almenn skrifstofustörf
  • Ýmis bókhaldstengd verkefni, svo sem reikningagerð, innheimta og kostnaðarskráning
  • Móttaka viðskiptavina
  • Innkaup á rekstrarvörum
  • Umsjón með kaffistofu og fundarherbergjum
Hæfniskröfur:
  • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Þekking á dk hugbúnaði er kostur, en ekki skilyrði
  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
  • Samskiptahæfni, jákvæðni og góð þjónustulund
  • Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt
  • Nákvæmni og samviskusemi

BBA//Fjeldco er leiðandi lögmannsstofa á Íslandi á sviði fjármála- og fyrirtækjalögfræði. Fyrirtækið er með skrifstofur á Íslandi, í Bretlandi og Frakklandi. Hjá BBA//Fjeldco starfa 45 starfsmenn.
Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri í gegnum netfangið [email protected]
Auglýsing birt19. febrúar 2025
Umsóknarfrestur2. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar