Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Aðalbókari

Við leitum að öflugum og nákvæmum aðalbókara sem hefur reynslu af bókhaldi og fjármálastýringu. Ef þú hefur áhuga á fjármálum og vilt starfa í krefjandi og spennandi umhverfi þar sem fagmennska og nákvæmni eru í fyrirrúmi, þá hvetjum við þig til að sækja um. Aðalbókari ber faglega ábyrgð á verkefnum en helstu ákvarðanir eru teknar í samráði við fjármálastjóra, sem er næsti yfirmaður. Starfið felur ekki í sér mannaforráð.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á að skipulag bókhalds og að vinnubrögð séu í samræmi við lög og viðurkenndar reikningsskilareglur.
  • Umsjón og ábyrgð á frágangi bókhalds og aðkoma að gerð ársfjórðungs- og ársreikninga.
  • Ábyrgð á fjárhagslegri eftirfylgni og eftirliti með kostnaði og tekjum.
  • Þjónusta við innri aðila og aðra hagsmunaaðila.
  • Afstemmingar, uppgjör og önnur bókhaldsvinna.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði bókhalds, fjármála eða rekstrar, svo sem háskólapróf, fagmenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Starfsreynsla á sviði bókhalds og fjármála.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi ásamt skipulagshæfni og nákvæmni.
  • Góð samskiptafærni og hæfni til að miðla upplýsingum á íslensku og ensku.
  • Þekking á Business Central (BC) er kostur.
  • Góð þekking á Office365 æskileg, ásamt góðri almennri tölvukunnáttu.
Fríðindi í starfi

Frítt í líkamsrækt og sund

Auglýsing birt5. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar