

Deildarstjóri bókhaldsþjónustu
Norðurál leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi til leiða bókhaldsteymi fyrirtækisins. Verkefnin eru áhugaverð og krefjandi í alþjóðlegu starfsumhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi.
Starfið heyrir undir fjármálasvið fyrirtækisins og starfsstöðin er á skrifstofu Norðuráls á Grundartanga en starfsfólki bjóðast ferðir til og frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu.
• Afstemmingar og uppgjör
• Bókun reikninga og annarra fylgigagna
• Samræming og framfylgni eftirlitsþátta og skil á upplýsingum til endurskoðanda
• Þátttaka í umbótaverkefnum
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Nákvæmni og talnaglöggvun
• Þekking á SAP fjárhagskerfi er kostur
• Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum











