Air Atlanta Icelandic
Air Atlanta Icelandic
Air Atlanta Icelandic

Starfsmaður í áætlanagerð flugáhafna

Flugfélagið Atlanta ehf. leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi í áhafnadeild félagsins. Deildin annast skipulagningu mannafla, útgáfu vinnuskráa og samskipti við áhafnir.

Um er að ræða fjölbreytt starf í lifandi umhverfi þar sem sterkir skipulagshæfileikar og nákvæmni eru lykilatriði.

Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæð vinnubrögð en eiga jafnframt auðvelt með að vinna í teymi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Áætla mönnunarþörf
  • Stýra vaktaskipulagi flugáhafna í samræmi við verkefni og mönnunarþörf
  • Viðhalda alhliða gagnagrunni yfir flugáhafnir, vaktaskipulag þeirra og vinnuframboði ásamt óskum og takmörkunum
  • Fylgjast með vinnuframboði flugáhafna og gera viðeigandi breytingar eftir þörfum
  • Gæta þess að flugáhafnir hafi tilskilin réttindi í gildi hverju sinni
  • Yfirfara og viðhalda nauðsynlegum skjölum flugáhafna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Framúrskarandi samskiptafærni
  • Mjög gott vald á ensku (annað tungumál er kostur)
  • Góð Excel kunnátta og skipulagsfærni
  • Reynsla úr flugheimi er kostur
Auglýsing birt4. mars 2025
Umsóknarfrestur16. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar