
Isavia Innanlandsflugvellir
Isavia Innanlandsflugvellir er dótturfyrirtæki Isavia ohf. Hlutverk félagsins er að reka alla áætlunarflugvelli á Íslandi utan Keflavíkurflugvallar auk fjölda lendingarstaða. Starfsemi fyrirtækisins er mjög fjölbreytt. Við sinnum almennri flugvallarþjónustu, flugumferðarþjónustu, flugvernd, umsjón með verklegum framkvæmdum auk öryggis- og gæðamála.
Hjá fyrirtækinu vinnur samhentur hópur sem hefur það að markmiði að halda Íslandi á lofti og vera hluti af góðu ferðalagi.

Umdæmisstjóri/flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli
Isavia Innanlandsflugvellir ehf. leita að kraftmiklum umdæmisstjóra/flugvallarstjóra til að leiða flugvallarsamfélagið á Akureyrarflugvelli og í umdæmi 3. Í umdæminu eru auk Akureyrarflugvallar, þrír áætlunarflugvellir og átta lendingarstaðir. Akureyrarflugvöllur er vaxtarsproti í flugvallarkerfi landsins og miklar líkur eru á aukinni umferð millilandaflugs um flugvöllinn. Við leitum að reynslumiklum leiðtoga sem er tilbúinn til að takast á við krefjandi og skemmtilegt starf.
Helstu verkefni:
- Ábyrgð á daglegum rekstri og fjárhagsáætlunargerð.
- Mannaforráð, þjálfun og símenntun starfsfólks.
- Eftirfylgni og innleiðing á stefnum samstæðunnar.
- Eftirfylgni markmiða og mælikvarða.
- Ábyrgð á að innri og ytri kröfur í starfsleyfi séu innleiddar samkvæmt áætlun og á aðkomu að gerð viðeigandi skjala vegna þess.
- Ábyrgð á að gæða- og öryggisstjórnunarkerfi sé virkt innan síns umdæmis, þ.m.t. umbætur vegna frávika og atvika.
- Að sjá til þess að flugvellirnir í umdæminu séu búnir viðeigandi tækjum og búnaði.
- Fylgir eftir að notendur flugvallarins samræmi verklag samkvæmt öryggisstefnu og öryggisráðstöfunum flugvallar og hlíti þeim.
Hæfniskröfur:
- Háskólapróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af stjórnun, rekstri, verkefnastjórnun og áætlanagerð er skilyrði.
- Þekking og reynsla af innleiðingu og eftirfylgni öryggis- og gæðastjórnunarkerfa.
- Leiðtogahæfileikar, skipulögð og öguð vinnubrögð.
- Góð samskiptahæfni.
- Góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti.
Við hvetjum áhugasama einstaklinga án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.
Starfsstöð: Akureyri
Umsóknarfrestur er til og með 18. mars
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri, [email protected]
Auglýsing birt3. mars 2025
Umsóknarfrestur18. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Akureyrarflugvöllur, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Vaktstjóri í Pökkunardeild/Shift Manager in Packaging
Coripharma ehf.

Sumarstörf á lager
Fríhöfnin

Sumarstörf í verslunum
Fríhöfnin

Sérfræðingur í flugleiðsögu-, flugvalla- og flugverndardeild
Samgöngustofa

Hjúkrunardeildarstjóri hjartagáttar
Landspítali

Sumarstörf á Reykjavíkurflugvelli 2025
Isavia Innanlandsflugvellir

Teymisstjóri óskast í íbúðarkjarna
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Hlaðdeild - Reykjavíkurflugvöllur
Icelandair

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á taugalækningadeild
Landspítali

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á lungnadeild
Landspítali

Sumarstörf á Egilsstaðaflugvelli
Isavia Innanlandsflugvellir

Hlutastörf í farþegaþjónustu á Keflavíkurflugvelli
Airport Associates