Isavia Innanlandsflugvellir
Isavia Innanlandsflugvellir
Isavia Innanlandsflugvellir

Sumarstörf á Reykjavíkurflugvelli 2025

Isavia Innanlandsflugvellir ehf. óskar eftir að ráða heilsuhrausta og röska einstaklinga í flugvallaþjónustu á Reykjavíkurflugvöll í sumar. Starfið er fjölbreytt og krefjandi í spennandi og skemmtilegu starfsumhverfi.

Helstu verkefni eru björgunar- og slökkviþjónusta, flugvernd, viðhald og umhirða flugvallarmannvirkja ásamt önnur tilfallandi verkefni í samráði við vaktstjóra. Unnið er í vaktarvinnu.

Hæfniskröfur

  • Bílpróf er skilyrði
  • Aukin ökuréttindi og vinnuvélaréttindi eru kostur
  • Reynsla af slökkvistörfum er kostur
  • Viðkomandi þarf að standast þrek- og styrktarpróf
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Umsækjendur þurfa að sitja vikulangt námskeið áður en þeir hefja störf og standast bakgrunnskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftarsvæði flugverndar.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Ingi Guðmundsson, þjónustustjóri, [email protected]

Auglýsing birt27. febrúar 2025
Umsóknarfrestur16. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Reykjavíkurflugvöllur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar