PLAY
PLAY er íslenskt lágfargjaldaflugfélag sem býður flug til vinsælla áfangastaða á sem hagkvæmastan hátt fyrir farþega og náttúru. Með nýlegum Airbus 320neo og 321neo flugvélum er dregið sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og þannig leitast við að koma fólki á áfangastað með sem minnstu kolefnisfótspori.
Hjá PLAY er öryggið alltaf í fyrsta sæti og áhersla lögð á stundvísi, einfaldleika, gleði og hagstæð verð.
Hjá PLAY er verið að byggja upp fjölbreyttan starfshóp og einstakan starfsanda. Áhersla er lögð á að skapa starfsmönnum öruggt og jákvætt starfsumhverfi sem er laust við mismunun og hvers konar áreitni. Við viljum bæta í þennan hóp drífandi og kraftmiklu fólki sem vill taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu.
Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið [email protected].
Eingöngu er tekið á móti umsóknum á https://flyplay.com/storf.
Farþegaumsjón - Sumarstarf
Við leitum að þjónustuliprum einstaklingi með frábært viðmót og jákvætt hugarfar til að sjá um verkefni sem snúa að farþegaumsjón.
Um er að ræða vaktavinnu í OCC teyminu okkar í Keflavík og felur í sér að þjónusta viðskiptavini í samræmi við þjónustutengdar stefnur og verkferla.
Um sumarstarf er að ræða með möguleika á framhaldi. Það er kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst og unnið til 31. ágúst.
Góð almenn tölvukunnátta, frábærir samskiptahæfileikar og framúrskarandi færni í ensku er skilyrði. Við leitum að einstaklingi sem elskar mannleg samskipti og hefur unun af góðum verkferlum.
Starfsstöðin er á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða vaktavinnu, þar sem unnið er eftir 5-5-4 vaktakerfi á 12 tíma vöktum, ýmist að degi eða nóttu.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Tryggja að unnið sé í samræmi við þjónustutengdar stefnur og verkferla fyrir hverja brottför
-
Aðstoða afgreiðsluaðila á útstöðvum
-
Þjónusta og samskipti við farþega ef röskun á flugi á sér stað
-
Ábyrgð og umsýsla með daglegum farþegatengdum málum
-
Samstarf og samskipti við samstarfsaðila innan félagsins og utan
-
Önnur verkefni í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Menntun sem nýtist í starfi
-
Álagsþol, sveigjanleiki og lausnamiðuð nálgun
-
Framúrskarandi enskukunnátta í ræðu og riti
-
Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
-
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Góð almenn tölvukunnátta
-
Hreint sakavottorð
-
Þekking á flugrekstri er kostur
Auglýsing birt31. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSveigjanleikiVinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Hlutastörf í farþegaþjónustu á Keflavíkurflugvelli
Airport Associates
Sumarstörf á landsbyggðinni
Arion banki
Sumarstörf á höfuðborgarsvæðinu
Arion banki
Hlutastarf í móttöku og símsvörun
Lækning
Sumarstörf hjá Coca-Cola á Íslandi 2025
Coca-Cola á Íslandi
Þjónustufulltrúi / Service Agent
Campeasy
Þjónustuver
Bílanaust
Þjónustufulltrúar - sumarstörf
Náttúruverndarstofnun
Sumarstarf hjá VÍS
VÍS
Þjónusta í apóteki - Austurver
Apótekarinn
Meiraprófsbílstjórar
EAK ehf.
Óskum eftir sölu- og þjónustufulltrúa!
Hringdu