PLAY
PLAY
PLAY

Farþegaumsjón - Sumarstarf

Við leitum að þjónustuliprum einstaklingi með frábært viðmót og jákvætt hugarfar til að sjá um verkefni sem snúa að farþegaumsjón.

Um er að ræða vaktavinnu í OCC teyminu okkar í Keflavík og felur í sér að þjónusta viðskiptavini í samræmi við þjónustutengdar stefnur og verkferla.

Um sumarstarf er að ræða með möguleika á framhaldi. Það er kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst og unnið til 31. ágúst.

Góð almenn tölvukunnátta, frábærir samskiptahæfileikar og framúrskarandi færni í ensku er skilyrði. Við leitum að einstaklingi sem elskar mannleg samskipti og hefur unun af góðum verkferlum.

Starfsstöðin er á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða vaktavinnu, þar sem unnið er eftir 5-5-4 vaktakerfi á 12 tíma vöktum, ýmist að degi eða nóttu.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tryggja að unnið sé í samræmi við þjónustutengdar stefnur og verkferla fyrir hverja brottför
  • Aðstoða afgreiðsluaðila á útstöðvum
  • Þjónusta og samskipti við farþega ef röskun á flugi á sér stað
  • Ábyrgð og umsýsla með daglegum farþegatengdum málum
  • Samstarf og samskipti við samstarfsaðila innan félagsins og utan
  • Önnur verkefni í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Álagsþol, sveigjanleiki og lausnamiðuð nálgun
  • Framúrskarandi enskukunnátta í ræðu og riti
  • Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Hreint sakavottorð
  • Þekking á flugrekstri er kostur
Auglýsing birt31. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar