

Þjónustufulltrúi - sumarstarf
Við leitum að metnaðarfullum, lausnamiðuðum og drífandi liðsfélaga með ríka þjónustulund til að sinna þjónustu fyrir Motus og Lögheimtuna í fullu starfi í sumar með möguleika á að hefja hlutastarf fljótlega og vera áfram í hlutastarfi næsta vetur. Starfið felst í að þjónusta viðskiptavini með fjölbreyttum hætti.. Starfið felst í að þjónusta viðskiptavini og greiðendur með fjölbreyttum hætti. Viðkomandi þarf að hafa metnað og áhuga á að vinna í teymi. Rík þjónustulund, jákvæðni og hæfni til að tileinka sér nýja færni og þekkingu er mikill kostur. Helstu verkefni felast í að sinna móttöku viðskiptavina og greiðenda, símsvörun og úthringingum ásamt öðrum almennum skrifstofustörfum. Í starfinu reynir á samskiptahæfileika, samningatækni og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Við bjóðum fallegan vinnustað þar sem liðsheild, góður andi og metnaður ræður ríkjum. Mikið er lagt upp úr skemmtilegu og lifandi vinnuumhverfi.
- Góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu
- Skipulögð og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði, drifkraftur og jákvætt viðmót
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði, bæði í ræðu og riti
- Hæfni og vilji til að takast á við breytingar
- Góð, almenn tölvukunnátta
- Reynsla sem nýtist í starfi er kostur en ekki skilyrði
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Ávextir, gos og annað góðgæti
- Öflugt starfsmannafélag













