

Sérfæðingur í sölu- og flutningsþjónustu
Hefur þú brennandi áhuga á flutningum, sölu og þjónustu, svo ekki sé minnst á að byggja upp góð sambönd við viðskiptavini og samstarfsfélaga?
Kuehne+Nagel á Íslandi leitar að öflugum starfskrafti með reynslu af sölumennsku, flutningsþjónustu eða flutningsmiðlun til að ganga til liðs við nýopnaða starfsstöð fyrirtækisins á Íslandi.
Sem sérfræðingur Kuehne+Nagel þarftu að vera skipulagður, forvitinn og hafa brennandi áhuga á að veita viðskiptavinum frábæra þjónustu og góða upplifun. Við leitum að manneskju sem getur unnið sjálfstætt en skilur einnig mikilvægi góðrar liðsheildar og að hvernig á að vinna að sameiginlegum markmiðum.
- TIlboðsgerð og skipulagning flutninga eftir óskum og þörfum viðskiptavinanna, byggt á víðtæku flutninganeti Kuehne+Nagel á alþjóðavísu.
- Vinna með alþjóðlegu teymi að uppbyggingu og rekstri afburða flutningaþjónustu.
- Tryggja að hver einasta sending skili sér á réttum tíma á réttan stað,
- Taktu þátt í vexti fyrirtækisins sem lykil þáttakandi í sölu og markaðsverkefnum.
- Byggðu upp sterk sambönd við viðskiptavini með reglulegum uppfærslum og góðum samskiptum.
- Taktu ábyrgð á meðhöndlun og úrlausn verkefna og vinna þannig að bættri þjónustuupplifun og ánægju viðskiptavina.
- Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi helst innan flutningsþjónustu og/eða flutningsmiðlun.
- Reynsla af tollafgreiðslu ásamt því að hafa lokið Tollmiðlaranámskeiði er kostur.
- Framúrskarandi samskipta- og samvinnuhæfni.
- Hæfileiki til að stjórna sínum tíme vel og forgangsaða mikilvægum verkefnum.
- Góð tölvukunnátta. Þekking á rafrænum lausnum og kerfum.
- Mjög góð íslensku og ensku kunnátta. Norræn eða önnur tungumál plús.
- Góður fjármálaskilningur. Viðkomandi þarf að vera talnaglöggur og nákvæmur í vinnubrögðum.
Þú verður hluti af leiðandi flutningafyrirtæki, upplifir innihaldsríkan vinnudag í alþjóðlegu umhverfi með möguleika á varanlegum tengslum og þróun. Hér munt þú vera hluti af fyrirtæki sem treystir á starfsfólki sitt, með margvíslegan framgang í boði. Þú munt hitta áhugaverða vinnufélaga og eiga góð samtöl, með tækifæri til að læra frá þeim bestu í greininni.















