Aðstoðardeildarstjóri á myndgreiningardeild
Laust er til umsóknar fullt starf aðstoðardeildarstjóra á myndgreiningardeild Landspítala frá 1. apríl 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Um dagvinnu er að ræða.
Starfið er að mestu unnið á Ísótópastofu sem er eining innan myndgreiningarþjónustu, sem samanstendur af myndgreiningardeild og inngrips- og æðaþræðingardeild.
Við leitum eftir framsæknum og dugmiklum leiðtoga sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni á deild sem er í stöðugri framþróun og sinnir læknisfræðilegri myndgreiningu og geislavörnum auk meðferðar með geislavirkum sporefnum. Aðstoðardeildarstjóri heyrir undir deildarstjóra myndgreiningardeildar og starfar náið með deildarstjóra, öðrum aðstoðardeildarstjórum, yfirlækni og læknisfræðilegum eðlisfræðingi.
Á myndgreiningarþjónustu starfa á annað hundrað manns. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi í þágu þeirra sem nýta sér þjónustu Landspítala. Við leggjum ríka áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart samstarfsfólki, skjólstæðingum sem og vinnustaðnum öllum auk góðra samskipta.
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt starfsleyfi geislafræðings/ lífeindafræðings
Þekking á starfsemi ísótópastofu er nauðsynleg
Starfsreynsla sem geislafræðingur/ lífeindafræðingur
Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi og/ eða reynsla af stjórnun er kostur
Þekking á geislavirkum efnum sem og umgengni við þau er æskileg
Þekking á verkefnastjórnun og umbótastarfi er æskileg
Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
Frumkvæði, yfirsýn, skipulagsfærni og faglegur metnaður til að ná árangri
Framsækinn og dugmikill leiðtogi
Íslenskukunnátta
Helstu verkefni og ábyrgð
Vinnur náið með deildarstjóra að mótun liðsheildar með öðrum aðstoðardeildarstjórum
Er náinn samstarfsmaður deildarstjóra og annarra aðstoðardeildarstjóra, yfirlæknis og læknisfræðilegs eðlisfræðings og skipuleggur starfsemi ísótópastofu í samráði við samstarfsfólk
Ber ábyrgð á rekstri og mönnun í fjarveru deildarstjóra
Er leiðandi og virkur þáttakandi í umbótastarfi á deildinni
Almenn störf geislafræðings/lífeindafræðings á ísótópastofu
Sérstök ábyrgð á tilteknum verkefnum sem honum eru falin af stjórnendum
Tekur þátt í kennslu, vísinda- og þróunarstarfi