Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Þjálfunar- og rannsóknarsetur - Sálfræðideild HR

Háskólinn í Reykjavík leitar að reyndum sálfræðingi í fullt starf til þess að byggja upp og stýra nýju klínísku þjálfunarsetri við sálfræðideild skólans. Setrið verður vettvangur klínískrar þjálfunar og rannsókna. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er til í að koma að þróun setursins auk þess að sinna kennslu og handleiðslu nemenda í klínísku námi. Starfið veitir tækifæri til þess að hafa áhrif á uppbyggingu og framþróun þjálfunar nemenda í klínísku námi sem starfsmaður í háskóla sem leggur áherslu á nýsköpun og góða þjónustu.

STARFSSVIÐ

  • Þátttaka í þróun og uppbyggingu setursins í samvinnu við kennara í klíníska MSc náminu
  • Stjórnun og utanumhald á setrinu
  • Kennsla og handleiðsla MSc nemenda í klínískri sálfræði, m.a. í að greina og veita meðferð við algengum geðrænum vanda
  • Skipulagning á verklegri þjálfun sálfræðinema
  • Þátttaka í teymisvinnu starfsmanna og nemenda skólans
  • Önnur verkefni í samráði við yfirmann

HÆFNISKRÖFUR

  • Leyfi frá landlækni til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi
  • Stjórnunarreynsla og/eða skipulagshæfni sem nýtist í uppbyggingarvinnu á setrinu og skipulagningu verklegrar þjálfunar nemenda
  • Mikil og víðtæk reynsla af notkun hugrænnar atferlismeðferðar
  • Góð reynsla í handleiðslu sálfræðinga og sálfræðinema
  • Rík hæfni og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum og þverfaglegu samstarfi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð þekking á siðareglum sálfræðinga, lögum er snerta störf sálfræðinga á Íslandi og fagmennsku
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð þekking á sálfræðiþjónustu á Íslandi og störfum íslenskra sálfræðinga
  • Reynsla og áhugi á rannsóknum æskilegur

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2025. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað á ráðningarvef Háskólans í Reykjavík.

FYLGIGÖGN

  • Ferilskrá
  • Afrit af prófskírteini
  • Starfsréttindaleyfi
  • Lýsing á reynslu af klínískri meðferðarvinnu og stjórnunarreynslu
  • Upplýsingar um þrjá aðila sem veitt geta meðmæli

Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál. Frekari upplýsingar má fá með því að senda fyrirspurnum starfið til Lindu Báru Lýðsdóttur ([email protected]), forstöðukonu klíníska námsins í HR og Kamillu Rúnar Jóhannsdóttur, forseta sálfræðideildar HR ([email protected]).

Auglýsing birt10. febrúar 2025
Umsóknarfrestur28. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar