Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili

Forstöðumaður hjúkrunar á Eir – Kraftmikill leiðtogi óskast

Við leitum af kraftmiklum stjórnanda með brennandi áhuga á öldrunarhjúkrun í starf forstöðumanns hjúkrunar á Eir hjúkrunarheimili.

Forstöðumaður Eirar er forsvarsmaður hjúkrunar og ber faglega ábyrgð á hjúkrunarþjónustu heimilisins og rekstri hjúkrunardeilda. Viðkomandi kemur að stefnumótun og skipulagsmálum og vinnur náið með forstjóra og framkvæmdastjórum Eirar, Skjóls og Hamra á sviði áætlunargerðar, eftirlits, rekstrar og starfsmannamála sem og öðrum málum sem varða fjármál og rekstur heimilanna. Forstöðumaður hjúkrunar heyrir beint undir framkvæmdastjóra hjúkrunarsviðs og er jafnframt staðgengill hans í ýmsum málum.

Eir er hjúkrunarheimili sem er óhagnaðardrifin sjálfeignarstofnun og hefur það að markmiði að veita persónulega þjónustu á faglegan og ábyrgan hátt. Íbúar og skjólstæðingar eru í forgrunni með virðingu, vellíðan og virkni að leiðarljósi í öllu okkar starfi.

Um er að ræða krefjandi og spennandi starf sem snýst um að leiða starfsemina, skapa jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi. Það býr mikill kraftur í mannauði heimilisins og metnaður okkar eru að gera sterkt teymi enn þá öflugra, íbúum og skjólstæðingum okkar til heilla.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tryggja hámarksgæði hjúkrunarþjónustu með öryggi og vellíðan íbúa og skjólstæðinga að leiðarljósi.
  • Forstöðumaður hjúkrunar leiðir og ber ábyrgð á daglegum rekstri hjúkrunardeilda í samvinnu við stjórnendur.
  • þróa og innleiða breytingar með áherslu á stafræn umbótaverkefni.
  • Taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu með það að markmiði að viðhalda og efla lífsgæði íbúa og skjólstæðinga.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi.
  • Meistaragráða eða stjórnunarnám sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af stjórnunarstörfumer æskileg.
  • Metnaður fyrir vellíðan og lífsgæðum íbúa og skjólstæðinga.
  • Mikla hæfni í samskiptum, teymisvinnu og  þjónandi forystu.
  • Þekking á breytingastjórnun og reynsla af árangursríkum breytingum.
  • Lausnamiðuð og sveigjanleg hugsun.
  • Góð skipulagshæfni og hæfileiki í jákvæðri verkefnastýringu.
  • Frumkvæði, drifkraftur og kjarkur.
Fríðindi í starfi
  • Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni.
  • 36 stunda vinnuviku.
  • Íþróttastyrkur, öflugt starfsmannafélag og gott mötuneyti.
Auglýsing birt10. febrúar 2025
Umsóknarfrestur20. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar