Hjúkrunarfræðingur - Heimaspítali krabbameinsþjónustu
Heimaspítali krabbameinsþjónustunnar leitar eftir öflugum hjúkrunarfræðingum sem vilja ganga til liðs við okkur. Þjónustan er nýstofnuð og því gott tækifæri til að taka þátt í þróun hennar og uppbyggingu. Hún heyrir undir blóð- og krabbameinslækningadeild 11EG og þar ríkir góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði, metnaði, skipulagi og sveigjanleika. Starfshlutfall er samkomulag og er ákjósanlegt að vera í blönduðu starfi í Heimaspítalanum ásamt öðru starfi innan krabbameinsþjónustunnar.
Starfið er laust frá 1. mars 2025 eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum alla daga frá kl. 8-16 og kl. 15-23. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum góða aðlögun.
Heimaspítalinn veitir sjúklingum innan krabbameinsþjónustunnar sérhæfða tímabundna þjónustu í heimahúsi, sem alla jafna er veitt inni á spítala. Heimaspítalinn hefur aðsetur inni á blóð- og krabbameinslækningadeild 11EG.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.