Ert þú hjúkrunarfræðingur í leit að vinnu með sveigjanleika?
Ert þú í leit að vinnu með sveigjanleika þar sem þú getur stýrt viðveru eftir eigin þörfum?
Vegna aukinna umsvifa viljum við bæta við okkur hjúkrunarfræðingum í teymið okkar og leitumst eftir að ráða öfluga liðsfélaga til að slást í för með okkur.
Um er að ræða verktakavinnu þar sem möguleiki er á sveigjanlegri viðveru og sveigjanlegri þátttöku verkefna.
Vinnuvernd er framsækið þjónustu- og ráðgjafafyrirtæki sem leitast eftir því að efla heilbrigði einstaklinga og vellíðan á vinnustöðum. Hjá okkur starfar reynslumikill hópur fagfólks sem hefur sérhæft sig í þjónustu við atvinnulífið og einstaklinga. Teymið okkar samanstendur af hjúkrunarfræðingum, læknum, sálfræðingum, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara ásamt öðru fagfólki en öll sameinum við krafta okkar í faglegri þjónustu til viðskiptavina.
Í dag þjónustum við stolt fjölmörg íslensk fyrirtæki, stofnanir og sveitafélög og fer þeim ört fjölgandi.
Við erum á spennandi vegferð og leitumst því við að bæta góðu fólki við hópinn okkar.
Við hlökkum til að heyra frá þér!
Um er að ræða fjölbreytt verkefni á sviði heilsueflingar, þ.m.t símsvörun heilsuvers, bólusetningar og heilsufarsskoðanir ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Próf og starfsréttindi sem hjúkrunarfræðingur
Áhugi á lýðheilsu og heilsueflingu
Góð færni í mannlegum samskiptum
Lausnamiðuð og fagmannleg vinnubrögð