Lyfjatæknir í sjúkrahúsapótek
Viltu vinna í skemmtilegu teymi þar sem verkefnin eru fjölbreytt?
Lyfjaþjónusta Landspítala óskar eftir að ráða öflugan lyfjatækni með sterka þjónustulund og jákvætt viðmót. Við sækjumst eftir lyfjatækni sem er sveigjanlegur, framsækinn og tilbúinn að takast á við ólík verkefni. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Á Landspítala starfa um 30 lyfjatæknar í fjölbreyttum verkefnum á Landspítala. Mikil framþróun er í störfum lyfjatækna á Landspítala og spennandi tímar framundan. Verkefni Lyfjaþjónustu fela meðal annars í sér að þjónusta sjúklinga á öllum deildum spítalans með öflun, blöndun, skömmtun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf um lyf.
Lyfjaþjónusta er stöðugt að þróa starfsemi sína til að bæta lyfjaöryggi og lyfjaumsýslu á Landspítala.