Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður, hlutastarf
Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður óskast í hlutastarf á smitsjúkdómadeild A7 í Fossvogi. Deildin er 21 rúma sólarhringsdeild, ætluð sjúklingum með bráð vandamál á sviði lyflækninga. Deildin sérhæfir sig í smitsjúkdómum en sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Á deildinni starfa um 70 manns í virku þverfaglegu samstarfi og unnið er markvisst að faglegri þróun. Starfsandi á deildinni er sérlega góður. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum einstaklingshæfða aðlögun.
Starfshlutfall er 50% og unnið er aðra hverja helgi. Ráðið er í starfið sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir sem getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.