Pípulagningarmaður - Tækniþjónusta Landspítala
Rekstrar- og mannauðssvið Landspítala auglýsir eftir pípara á pípulagningaverkstæði Landspítala. Við leitum að einstakling sem hefur brennandi áhuga á að styðja mikilvæga starfsemi innan tækniþjónustu á Landspítala, einum stærsta vinnustað landsins.
Einingar sem tilheyra tækniþjónustu eru pípulagningaverkstæði, rafmagnsverkstæði og vélaverkstæði sem saman gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki innan sjúkrahússins. Pípulagningaverkstæði ber ábyrgð á rekstri, viðhaldi og eftirliti lagnakerfa, s.s. vatns- og lyfjaloftslagna ásamt nýlögnum og breytingum.
Leitað er að einstakling sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum og á auðvelt með að vinna sjálfstætt og í teymi. Verkefnin eru fjölbreytt og gefandi og oft unnin við aðstæður sem markast af þeirri þjónustu sem Landspítali veitir.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust samkvæmt samkomulagi.