Sumarstarfsmaður óskast í iðju- og dagþjálfun.
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili rekur tvenn hjúkrunarheimili á Akureyri. Hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimilum fer fram fjölbreytt og áhugaverð starfsemi í öldrunarþjónustu sem er í stöðugri þróun. Á hjúkrunarheimilunum er rekin dagþjónusta, mötuneyti, þvottahús, auk þess sem meðal annars er boðið upp á iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, fjölbreytt félagsstarf og læknisþjónustu. Unnið er eftir Eden hugmyndafræðinni með áherslu á sjálfstæði, góðan heimilisbrag og lífsgæði íbúanna.
Hjá Heilsuvernd leggjum við okkur fram um að skapa glaðlegt og gott vinnuumhverfi, auk þess sem við leggjum mikinn metnað í að veita framúrskarandi þjónustu.
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða sumarstarfsmann í iðju- og dagþjálfun. Um dagvinnu er að ræða. Notendur iðju- og dagþjálfunar eru bæði í almennum dagþjálfunarrýmum og dagþjálfunarrýmum fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma. Markmið iðju- og dagþjálfunar er að rjúfa einangrun notenda sem og að efla þá í að taka þátt í daglegum athöfnum, þjálfa hug og hönd eins og geta hvers og eins býður uppá. Áhersla er lögð á að gera einstaklingum kleift að búa heima og viðhalda sjálfsbjargargetu með því að bjóða upp á örvandi og hvetjandi starfsemi.
Við leggjum áherslu á jákvæðni og góð samskipti, lipurð í þjónustu og einlægan áhuga á starfi í þjónustu við aldraða.
- Sér um virkni og einstaklingsíhlutun inn á heimilum hjúkrunarheimilisins
- Styðja, leiðbeina og hvetja notendur.
- Taka þátt í félagsstarfi, sbr. upplestri, handverki, leikfimi og hópastarfi.
- Aðstoða við athafnir daglegs lífs s.s. bað, klæðnað og aðrar athafnir.
- Samskipti við aðstandendur notenda.
- Góð samskiptahæfni.
- Þolinmæði og sveigjanleiki.
- Frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Sjálfstæði í starfi.
- Almenn tölvukunnátta.
- Góð íslenskukunnátta, bæði talað og skrifað mál.
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.