Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Staða sjúkraliða við Grunnskóla Reyðarfjarðar

Um er að ræða rúmlega 60% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 7:45 til 13:10. Í skólanum eru rúmlega 200 börn í 1. - 10. bekk. Leitað er að einstaklingi sem er reiðubúinn til að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks þar sem áherslan er lögð á samstarf og samvinnu.

Skólastarf Grunnskóla Reyðarfjarðar miðast að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum með áherslu á list- og verkgreinar. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.grunnrey.is

Reyðarfjörður er í hjarta Fjarðabyggðar þar sem góðar samgöngur liggja til allra átta. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingamöguleika.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir.
  • Vinnur eftir áætlun sem er útbúin vegna sérþarfa nemanda.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs undir stjórn yfirþroskaþjálfa og deildarstjóra sérkennslu.
  • Hefur hagsmuni nemenda að leiðarljósi, sýnir hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við bekkjarkennara og foreldra.
Fríðindi í starfi
  • Sjúkraliðamenntun er æskileg.
  • Reynsla af starfi með fötluðum börnum er skilyrði.
  • Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
Auglýsing birt9. janúar 2025
Umsóknarfrestur26. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar