Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri heimahjúkrunar í Vesturmiðstöð

Vesturmiðstöð auglýsir lausa stöðu teymisstjóra í heimahjúkrun í Vesturbyggð. Um ótímabundið starf í dagvinnu er að ræða. Hér er um að ræða kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja takast á fjölbreytt og áhugaverð verkefni hjúkrunar.

Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, m.a. innleiðing velferðartækni. Reykjavíkurborg hefur verið leiðandi í samþættri þjónustu heimahjúkrunar og heimastuðnings. Aukin áhersla er á að veita hjúkrun og aðra þjónustu í heimahúsi til að styðja við sjálfstæða búsetu og auka lífsgæði íbúa.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
  • Yfirumsjón með starfsemi teymis og þeirri hjúkrunarþjónustu sem teymið veitir
  • Fagleg ábyrgð á veittri þjónustu
  • Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana
  • Er hluti af stjórnendateymi starfsstaðar
  • Tengiliður í þverfaglegu samstarfi
  • Samskipti við heilbrigðisstofnanir
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af stjórnun og teymisvinnu
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvætt og lausnarmiðað viðhorf
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Íslenskukunnátta C1 í samræmi við evrópska tungumálaramann
  • Ökuréttindi B
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsustyrkur
  • Menningarkort Reykjavíkur
  • Frítt í sundlaugar Reykjavíkur
  • Stuðnings- og ráðgjafateymi
Auglýsing birt21. janúar 2025
Umsóknarfrestur31. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Lindargata 59, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar