Sótthreinsitæknir á skurðstofur Fossvogi
Við óskum eftir sótthreinsitækni til starfa á skurðstofur Landspítala við Fossvog. Starfið er dagvinnustarf með breytilegum vinnutíma og bakvöktum um helgar. Ráðið er í starfið sem fyrst, eða eftir nánari samkomulagi. Starfshlutfall er 80-100%.
Á deildinni eru 8 skurðstofur sem þjóna 5 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar þar um 6000 aðgerðir. Á deildinni starfa um 90 einstaklingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sótthreinsitæknar, skrifstofumenn og sérhæfðir starfsmenn við fjölbreytt og krefjandi verkefni, sem unnin eru í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar, öryggi sjúklinga og teymisvinna eru höfð í fyrirrúmi. Í boði er einstaklingsaðlöguð þjálfun eftir þörfum hvers og eins á skemmtilegum vinnustað.
- Þrif og umhirða verkfæra eftir skurðaðgerðir, ýmist á hreinu eða óhreinu skoli
- Þrif á svæfingavélum og verkfærum eftir svæfingar
- Samskipti við dauðhreinsunardeild á Tunguhálsi
- Frágangur á vörum, líni og fleiri tilfallandi verkefni
- Menntun sem sótthreinsitæknir
- Íslenskukunnátta, gott vald bæði í mæltu og rituðu máli
- Áreiðanleiki
- Góð samskiptahæfni og hæfni í teymisvinnu
- Skipulagni og sjálfstæði í vinnubrögðum