Hjúkrunarnemar á 1., 2. og 3. ári - Hlutastörf með námi á meltingar- og nýrnadeild
Langar þig í hvetjandi og lærdómsríkt starf þar sem ríkir góður starfsandi og áhersla er á samvinnu, virðingu og jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi?
Við leitum eftir 1., 2. og 3. árs hjúkrunarnemum til starfa í okkar góða hóp í lærdómsríku starfsumhverfi. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulag. Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta. Ráðið er í störfin sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Hjúkrunarnemar fá markvissan stuðning samhliða starfi á deildinni.
Möguleiki er á sumarstarfi í framhaldinu.
Deildin er 19 rúma legudeild og þjónar sjúklingum með bráða og langvinna sjúkdóma í meltingarfærum og nýrum auk annarra sjúkdóma á sviði bráðra lyflækninga. Lögð er áhersla á að skapa uppbyggjandi starfsumhverfi og veita einstaklingshæfða hjúkrun.
Á deildinni starfa um 60 manns í þverfaglegu teymi. Mjög góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til að vaxa í starfi og styðja við umbætur í þjónustu við skjólstæðinga okkar. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Guðrúnu Yrsu deildarstjóra.
- Hlutverk og ábyrgð er í samræmi við starfslýsingar hjúkrunarnema eftir lengd náms
- Þátttaka í teymisvinnu
- Hjúkrunarnemi á 1., 2. og 3. ári
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfni
- Faglegur metnaður og áhugi á að öðlast færni í hjúkrun sjúklinga með smitsjúkdóma og annarra sem á deildinni dvelja
- Hæfni og geta til að vinna í teymi
- Íslenskukunnátta áskilin
- Staðfesting á loknum einingum í hjúkrunarnámi