Hjúkrunardeildarstjóri kvenlækningadeildar
Starf hjúkrunardeildarstjóra kvenlækningadeildar Landspítala er laust til umsóknar. Við leitum að kraftmiklum stjórnanda til að leiða og efla starfsemi deildarinnar og byggja upp sterka þverfaglega liðsheild og menningu sálræns öryggis. Starfið er unnið í nánu samstarfi við forstöðuhjúkrunarfræðing, yfirlækni og annað samstarfsfólk.
Á kvenlækningadeild starfar samhent teymi starfsfólks sem veitir fjölþætta heilbrigðisþjónustu allan sólarhringinn. Deildin er í senn göngu-, dag- og legudeild og sinnir bráðatilfellum kvensjúkdóma sem og konum með góðkynja og illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum. Auk þess sinnir deildin bráðatilvikum kvensjúkdóma utan opnunartíma bráðaþjónustu kvennadeilda. Stefnan er að veita þjónustu þar sem öryggi, fagmennska og umhyggja er höfð að leiðarljósi og sjónarmið þjónustuþega eru nýtt til umbóta.
Hjúkrunardeildarstjóri er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi: faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Næsti yfirmaður er forstöðuhjúkrunarfræðingur kvenna- og barnaþjónustu.
Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. maí 2025 eða eftir samkomulagi.
- Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun starfseminnar, setur markmið um gæði og öryggi og tryggir eftirfylgni
- Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsfólks á deildunum
- Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði deildanna
- Hefur forystu um áframhaldandi uppbyggingu, skipulag og þróun deildanna í samráði við forstöðuhjúkrunarfræðing og yfirlækni
- Tryggir að öryggis-, gæða- og umbótastarfi sé framfylgt
- Þátttaka í vísinda- og rannsóknarstarfi
- Er virkur þátttakandi í samstarfi stjórnenda kvenna- og barnaþjónustu Landspítala
- Framfylgir stefnu og áherslum framkvæmdastjórnar Landspítala
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Framhaldsmenntun í hjúkrun og/eða önnur framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er kostur
- Farsæl reynsla af uppbyggingu og stýringu mannauðs er kostur
- Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri er kostur
- Leiðtogahæfni, áhugi og vilji til að leiða breytingar og umbætur
- Mjög góð hæfni í samskiptum og jákvætt viðmót
- Hæfni til að leiða teymi
- Sýn og hæfni til að leiða faglega þróun hjúkrunar og gæða- og öryggismál
- Jákvætt lífsviðhorf, lausnamiðuð nálgun og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
- Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í mæltu og rituðu máli