Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins.
Deildarstjóri framkvæmda og rekstrar á HVest Patreksfirði
Við leitum að metnaðarfullum, jákvæðum og framsýnum leiðtoga í starf deildarstjóra framkvæmda og rekstrar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Deildarstjóri framkvæmda og rekstrar heyrir undir framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar, situr í rekstrarstjórn og tekur þátt í formlegu starfi deildarstjóra hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 270 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, framkvæmda og rekstrardeild, legudeild og endurhæfingu. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.
Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinnir og útdeilir verkefnum sem heyra undir deild framkvæmda og rekstrar
- Leiðir áætlanagerð og stefnumótun fyrir deild framkvæmda og rekstrar í samstarfi framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar.
- Stýrir rekstrarstjórn HVest á Patreksfirði, sem er formlegur stjórnunarvettvangur svæðis/deilda og stýrir fundum hennar.
- Ber ábyrgð á að farið sé eftir lögum, reglum, kjarasamningum og öðrum þeim samningum sem gilda um rekstur HVest.
- Tekur þátt í að samræma vinnulag og þjónustu milli starfsstöðva og stuðlar að samnýtingu og hagkvæmni í rekstri, m.a. með nýtingu mannafla og í innkaupum.
- Innkaup og samskipti við birgja og flutningsaðila.
- Er einn af lykilstarfsmönnum þegar almannavarnarástand ríkir. Sér um að upplýsingar um starfsmenn séu uppfærðar í almannavarnaráætlun og ber ábyrgð á kynningu hennar á deildum.
- Samskipti við Framkvæmdasýsluna-Ríkiseignir og ýmis verkefni tengd fasteignum svæðisins.
- Umsýsla varðandi leiguíbúðir og bifreiðar á vegum HVest á Patreksfirði.
- Á sæti í rekstarstjórn HVest.
- Minni viðhaldsverkefni á fasteignum og lóðaumsjón s.s. snjómokstur, sláttur o.fl.
- Getur gengið í störf annarra starfsmanna deildarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla sem nýtist í starfi
- Iðnmenntun kostur
- Reynsla af mannaforráðum eða stjórnun æskileg
- Áhugi á umbótaverkefnum og teymisvinnu
- Góðir leiðtoga- og samskiptahæfileikar
- Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði
- Áreiðanleiki, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Áhugi á þróun og uppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
Auglýsing birt11. desember 2024
Umsóknarfrestur6. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Stekkar 1, 450 Patreksfjörður
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (6)