Akademias
Akademias er vettvangur fyrir menntun og þjálfun framtíðarinnar. Akademias vinnur með einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum til þess að efla þekkingu, hugvit og færni með það að markmiði að skapa verðmæti. Akademias býður upp á námskeið í stað-og fjarkennslu, ásamt því að vera leiðandi í rafrænu námsefni fyrir fyrirtæki.
Fræðslustjóri
Langar þig að taka þátt í að hjálpa mörgum af framsæknustu vinnustöðum Íslands að ná árangri með rafrænni fræðslu?
Akademias leitar að öflugum aðila í fræðsluráðgjafateymi. Fræðsluráðgjafar starfa sem framlenging á fræðslustjórum vinnustaða. Þeir hjálpa viðskiptavinum Akademias að greina fræðsluþarfir fyrirtækisins, skipuleggja fræðsluáætlun, innleiða námsefni í fræðslukerfi og veita þeim eftirfylgni svo hámarks árangur náist.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stefnumótun og þróun á sviði fræðslumála
- Þarfagreining og mat á fræðsluþörf
- Aðstoð við gerð og eftirfylgni með fræðsluáætlunum
- Utanumhald og þróun á rafrænni fræðslu
- Aðstoð við notkun á Avia fræðslukerfinu
- Önnur tilfallandi verkefni er snúa að ræfrænni fræðslu vinnustaða
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar og geta til að hrífa fólk með sér
- Frumkvæði í starfi, metnaður til að ná árangri og vilji til þess að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum
- Góð tölvukunnátta
- Reynsla í mannauðs- og fræðslumálum er kostur
- Reynsla í notkun kennslukerfa á borð við Avia, Eloomi, Learncove eða Relesys
Fríðindi í starfi
Akademias býður upp á sveigjanlegt, fjölbreytt og metnaðarfullt vinnuumhverfi þar sem hægt er að hafa áhrif og leiða verkefni með sýnilegum árangri. Hjá Akademias starfa 23 manns sem starfa öll undir þeim formerkjum að hjálpa vinnustöðum að ná árangri með rafrænum fræðslulausnum.
Auglýsing birt11. desember 2024
Umsóknarfrestur23. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 23, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (11)
Mannauðsstjóri á rekstrar- og mannauðssviði
Landspítali
Hjúkrunarstjóri í heimahjúkrun í Vesturmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Forstöðumaður í búsetu hjá Mosfellsbæ
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á bæklunarskurðdeild
Landspítali
Teymisstjóri - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Þjónustustjóri - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Framkvæmdastjóri mannauðsmála / HR Manager
Alcoa Fjarðaál
Aðstoðardeildarstjóri fasteigna- og umhverfisþjónustu
Landspítali
Ráðgjafar á Stuðlum
Stuðlar, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga
Framkvæmdastjóri hjúkrunar
Mörk hjúkrunarheimili
Stuðningsaðili á Velferðarsviði
Kópavogsbær