Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Hjúkrunarstjóri í heimahjúkrun í Vesturmiðstöð
Heimaþjónustan í Vesturmiðstöð auglýsir eftir öflugum hjúkrunarstjóra til starfa. Um er að ræða 100% starf í dagvinnu.
Hjúkrunarstjóri er stjórnandi í sameinaðri heimaþjónustu og ber ábyrgð á daglegri stýringu þjónustu sem veitt er í samráði við deildarstjóra. Unnið er eftir markmiðum, hugmyndarfræði og gæðastefnu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Áhersla er lögð á jákvætt starfsumhverfi sem skilar sér í öflugri þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Situr í stjórnendateymi starfsstaðar og leysir deildarstjóra af eftir þörfum.
- Fagleg ábyrgð á þjónustu heimahjúkrunar.
- Stjórnar og heldur utan um starfsmannamál, vinnufyrirkomulag og vinnuskyldustarfsmanna.
- Ábyrgð á gæðamálum, lyfjum, hjúkrunarvörum, RAI mati og skráningakerfi SÖGU.
- Stuðlar að góðu starfsumhverfi og jákvæðri liðsheild.
- Tekur þátt í kennslu og starfsþjálfun nema og starfsfólks.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi.
- Framhaldsmenntun á háskólastigi er kostur.
- Reynsla og þekking á stjórnunarstörfum er kostur.
- Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Jákvætt og lausnarmiðað viðhorf.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Íslenskukunnátta C1 í samræmi við evrópska tungumálaramann.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Menningarkort Reykjavíkur
- Frítt í sundlaugar Reykjavíkur
- Stuðnings- og ráðgjafateymi
Auglýsing birt4. desember 2024
Umsóknarfrestur18. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Lindargata 57, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)
Teymisstjóri á skammtímadvöl Árlandi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliði í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í SELMU-teymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Umönnun Droplaugarstaðir
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Öflugur teymisstjóri á íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi á íbúðakjarna – 80% vaktavinna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Starfsmaður við umönnun í dagþjálfun Esjutúni
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)
Hjúkrunarfræðingur á Dvalar- og Hjúkrunarheimilið Sólvelli
Dvalar- og Hjúkrunarheilmilið Sólvellir
Aðstoðardeildarstjóri fasteigna- og umhverfisþjónustu
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur
Hamrar hjúkrunarheimili
Hjúkrunarfræðingur - Bráðamóttaka Barnaspítala Hringsins
Landspítali
Stoð leitar að Viðskiptastjóra í Hjálpartækjadeild
Stoð
Hjúkrunarfræðingur í SELMU-teymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjallatún í Vík óskar eftir að ráða deildarstjóra
Hjúkrunar og dvalarheimilið Hjallatún
Hjúkrunarnemar á 1.- 4. ári - Spennandi hlutastörf með námi á lungnadeild
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur - Skemmtilegt starf á Laugarásnum meðferðargeðdeild
Landspítali
Þjónustustjóri í þjónustumiðju trygginga
Arion banki
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á útskriftardeild aldraðra
Landspítali
Háskólamenntaður starfsmaður á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda/ dagvinna á göngudeild svefntengdra sjúkdóma
Landspítali