Aðstoðardeildarstjóri fasteigna- og umhverfisþjónustu
Fasteigna- og umhverfisþjónusta Landspítala auglýsir eftir öflugum aðstoðardeildarstjóra til að taka þátt í að leiða áfram þá þjónustu sem einingin veitir. Um ræðir 100% starf og er starfið laust eftir samkomulagi.
Fasteigna- og umhverfisþjónusta heyrir undir rekstrar- og mannauðssvið og rekur allar fasteignir og lóðir Landspítala ásamt því að reka öryggis- og eftirlitsþjónustu, umhverfisþjónustu, lóðaþjónustu ásamt þjónustuveri og móttökum. Fasteigna- og umhverfisþjónustan veitir mikilvæga þjónustu fyrir Landspítala þar sem öryggi sjúklinga, starfsfólks og aðstandenda er haft að leiðarljósi.
Leitað er eftir einstaklingi með framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni, farsæla stjórnendareynslu, hæfni til að móta jákvætt starfsumhverfi og byggja upp sterka liðsheild. Viðkomandi skal búa yfir frumkvæði, eldmóði og brennandi áhuga á að starfa með stjórnendum, starfsfólki og aðilum innan og utan spítalans að framþróun og umbótum í þjónustu sem styður við starfsemi Landspítala.