Sjúkraliði á göngudeild innkirtla- og gigtarsjúkdóma / Afleysing
Göngudeild innkirtla- og gigtarsjúkdóma óskar eftir sjúkraliða í fjölbreytt starf á góðum vinnustað. Við sækjumst eftir sjúkraliða sem þrífst á spennandi verkefnum, sýnir þjónustulund, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Um er að ræða tímabundið afleysingastarf í 6 mánuði. Starfshlutfall er 60% og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
Á deildinni starfar öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna með sterka framtíðarsýn á þjónustu við sjúklinga þar sem unnið er eftir gagnreyndri þekkingu. Áhersla er á tækninýjungar og fjarþjónustu. Við leggjum metnað í að veita góða aðlögun með reyndum sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum deildarinnar.
Deildin sinnir göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma annars vegar og innkirtlasjúkdóma hins vegar. Einnig er starfrækt þar miðstöð sjaldgæfra sjúkdóma. Starfið sem nú er til umsóknar tilheyrir gigtarhlutanum.