Leiðtogi iðjuþjálfaþjónustu á barna- og unglingageðdeild Landspítala
Við leitum að leiðtoga til að leiða starf iðjuþjálfa á barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL). Í boði er fjölbreytt og líflegt starf og tækifæri til að öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins og margvíslegum möguleikum á starfsþróun. Á BUGL er markvisst unnið að umbótum og framþróun. Margvísleg tækifæri eru til að dýpka þekkingu sína í greiningu og meðferð algengra geðraskana.
Um er að ræða fullt starf fyrir reyndan iðjuþjálfa sem hefur áhuga á að vera leiðtogi og að leiða gæðastarf ásamt því að brenna fyrir málefnum barna og unglinga með samsettan, fjölþættan vanda og fjölskyldna þeirra Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Verkefnastjóri iðjuþjálfa á BUGL heyrir undir deildarstjóra faghópa á BUGL og er litið svo á að fagstjórn sé hluti af starfi og eigi ekki að taka meiri tíma en sem nemur 20 % af vinnutíma viðkomandi. Það sem út af stendur verður nýtt í klínísk verkefni.
Á BUGL er tekið á móti börnum upp að 18 ára aldri sem eiga við geðheilsuvanda að stríða. Þar er veitt sérhæfð þverfagleg þjónusta sem miðar að þörfum barna og fjölskyldna þeirra. Góð samvinna er við fagaðila í nærumhverfi.
Iðjuþjálfi starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk er að meta þörf á iðjuþjálfun, ráðgjöf og þjálfun til barns/unglings, foreldra og skóla. Helsta ráðgjöfin snýr að Sensory Profile, daglegum venjum og dagskipulagi, markmiðasetningu og fl. Einnig er þátttaka og færni varðandi skólaumhverfið, félagsfærni, tómstundir og áhugamál skoðuð. Hluti af starfinu fellst í hópþjálfun, svo sem virkni- og samfélagshópum.
Iðjuþjálfar á BUGL starfa á öllum einingum BUGL, bæði göngu, dag-og legudeild.
Á Landspítala starfa um 45 iðjuþjálfar í þverfaglegum teymum og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Lögð er rík áhersla á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og veitt er góð aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafið samband við Guðlaugu María Júlíusdóttur, deildarstjóri faghópa í tölvupóstfangið gudljul@landspitali.is.