Yfirlæknir námslækna lyflækninga
Starf yfirlæknis námslækna lyflækninga á Landspítala er laust til umsóknar. Yfirlæknir er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi; þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og rekstrarábyrgð.
Starfið felst í því að vera yfirlæknir sérnámslækna, sérnámsgrunnslækna, almennra lækna og læknanema í launuðum störfum á lyflækningasviði. Námslæknar og læknanemar stunda námsstörf sitt á ýmsum sviðum spítalans, á hjarta-, blóð- og krabbameinsdeildum auk lyflækningadeildum innan bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu og er yfirlæknir námslækna yfirmaður þeirra allan starfsnámstímann. Næsti yfirmaður er forstöðulæknir bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu.
Leitað er eftir sérfræðilækni með víðtæka reynslu af utanumhaldi náms og lækna í framhaldssérnámi samhliða klínískri vinnu, hæfni til að vera í forystu fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarf, vinnuskipulag, öryggismál og uppbyggingu mannauðs í nánu samstarfi við forstöðulækni, framkvæmdastjóra og annað samstarfsfólk.
Starfshlutfall er 50% og veitist starfið frá 1. febrúar 2025 eða skv. samkomulagi.