Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Fjörður

Heilsugæslan Fjörður óskar eftir að ráða sérfræðing í heimilislækningum til starfa. Um er að ræða 90-100% ótímabundið starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. mars nk. eða eftir nánara samkomulagi. Til greina kemur að ráða áhugasaman almennan lækni sem hefur hug á sérnámi í heimilislækningum, fáist ekki sérfræðingur í starfið.

Við leitum að lækni sem hefur áhuga á að taka þátt í fjölbreyttum, krefjandi og skemmtilegum verkefnum í starfi sem er í stöðugri þróun. Heimilislæknir mun starfa í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í lærdómsríku starfsumhverfi.

Hjá Heilsugæslunni Firði starfa sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.

Heilsugæslan Fjörður býður upp á fjölskylduvænt vinnufyrirkomulag og gott starfsumhverfi. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

Heimilislæknir sinnir einstaklingum á öllum aldri og er starfið víðtækt og krefjandi. Heimilislæknir sinnir almennum lækningum, mæðravernd, ungbarnaeftirliti, heilsuvernd og síðdegisvakt. Læknir á heilsugæslustöð er virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu heimilislækninga, sinnir kennslu starfsfólks og nema og tekur þátt í vísinda-, þróunar- og gæðastarfi. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt lækningaleyfi
  • Sérfræðimenntun í heimilislækningum
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
  • Reynsla af kennslu er æskileg
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla og áhugi til samstarfs við aðrar starfsstéttir og þátttaka í teymisvinnu
  • Áreiðanleiki, faglegur metnaður, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
  • Heilsueflingarstyrkur
  • Tækifæri til sí- og endurmenntunar
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt18. desember 2024
Umsóknarfrestur7. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Fjarðargata 13-15, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Læknir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar