Sálfræðingur - Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að reynslumiklum sálfræðingi til starfa hjá Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna. Teymið er spennandi starfsvettvangur fyrir öfluga einstaklinga sem vilja hafa tækifæri til að taka þátt í að byggja upp starfsemi teymisins. Starfið býður upp á fjölbreyttan möguleika í starfsþróun og þjálfun í þverfaglegu teymi.
Um er að ræða 80 - 100% ótímabundið starf og ráðið er í starfið frá 1.apríl n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Til greina getur komið að ráða tímabundið áhugasaman reynsluminni sálfræðing í ábyrgðarminna starf fáist ekki sálfræðingur með reynslu í starfið.
Geðheilsuteymi ADHD er þverfaglegt og starfar á landsvísu, teymið veitir 2. stigs þjónustu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri. Þjónustan byggir á sérþekkingu, þar sem áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu teymisins og samstarfsaðila í 1. og 3. línu.
Meginverkefni teymis er að sinna greiningu, endurmati ADHD greininga á barnsaldri, ráðgjöf, meðferð og fræðslu sem byggir á sérþekkingu. Teymið vinnur eftir vinnulagi Embættis landlæknis þar sem fagleg gæði og gott viðmót eru höfð að leiðarljósi og einstaklingurinn er ávallt í fyrirrúmi
- Greining og meðferð einstaklinga með ADHD
- Þverfagleg teymisvinna
- Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við notendur þjónustunnar og aðstandendur
- Námskeiðshald
- Samskipti við fagaðila innan HH og aðrar stofnanir og félagasamtök
- Þátttaka í þróun og uppbyggingu sálfræðiþjónustu fyrir einstaklinga með ADHD
- Önnur verkefni tengd sálfræðiþjónustu
- Leyfi frá landlækni til að starfa sem sálfræðingur
- 5 ára starfsreynsla af klínísku starfi er æskileg
- Þekking og reynsla af greiningu og meðferð einstaklinga með ADHD
- Þekking og reynsla á að mismunagreina og greina fylgiraskanir
- Þekking og reynsla af gagnreyndum greiningaraðferðum
- Hæfni og áhugi á teymis- og verkefnavinnu
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Reynsla af fræðslu- og námskeiðshaldi kostur
- Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
- Góð íslenskukunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta
- Heilsueflingarstyrkur
- Tækifæri til sí- og endurmenntunar
- Samgöngustyrkur