Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.
Deildarstjóri reikningshalds og fjárreiðna
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að ráða til sín öflugan leiðtoga sem er með skýra framtíðarsýn þar sem frumkvæði og drifkraftur fá að njóta sín. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs. Viðkomandi verður hluti af stjórnendateymi sviðsins og mun bera ábyrgð á mánaðarlegu uppgjöri ásamt því að taka þátt og hafa frumkvæði að umbótaverkefnum innan sviðsins. Deildarstjóri vinnur náið með stjórnendateymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins þar sem starfa um 1.000 starfsmenn. 15 heilsugæslustöðvar tilheyra stofnuninni en auk þess eru átta starfsstöðvar á sviði geðheilsu og átta aðrar starfsstöðvar á sviði sérþjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórnun og skipulag reikningshalds
- Ábyrgð á afstemmingum og mánaðaruppgjöri
- Greining og eftirlit á stöðu rekstrareininga
- Upplýsingagjöf um fjárhagslega þætti til stjórnenda og hagaðila
- Umsjón með umbótaverkefnum og þróun á fjármálaferlum
- Þátttaka í áætlanagerð og samanburður við fjárheimildir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistaranám á viðeigandi sviði æskilegt
- Reynsla og þekking á reikningsskilum, afstemmingum og uppgjörsvinnu
- Að lágmarki 5 ára reynsla úr sambærilegu starfi
- Þekking á Orra fjárhagskerfi ríkisins og viðskiptagreindartólum er kostur
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfni og jákvætt viðmót
- Góð almenn tölvukunnátta og íslenskukunnátta
Auglýsing birt20. desember 2024
Umsóknarfrestur17. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Álfabakki 16, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AfstemmingFrumkvæðiJákvæðniLeiðtogahæfniMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinnaUppgjörViðskiptafræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)
Iðjuþjálfi - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Efstaleiti
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Hjúkrunarfræðingur - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sálfræðingur - Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Fjörður
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Efstaleiti
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Spennandi hlutastörf fyrir hjúkrunanema á 3. - 4. ári
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sambærileg störf (12)
Sérfræðingur fjármála / Finance controller
Sensa ehf.
Ráðgjafi í viðskiptalausnum
Wise ehf.
Starf á Fjármálasviði - Bókari
Cargow Thorship
Customer Experience Manager
Medis
Reyndur bókari
Flügger Litir
Sérfræðingur á launa- og greiðslusvið
ECIT Virtus
Stjórnandi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar
Fjarðabyggð
Hjúkrunardeildarstjóri bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins
Landspítali
Hjúkrunardeildarstjóri kvenlækningadeildar
Landspítali
Hjúkrunardeildarstjóri barna- og unglingageðdeildar
Landspítali
Umsjónarhönnuður
Bláa Lónið
Sérfræðingur í rekstri og fjármálum
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra