Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Spennandi hlutastörf fyrir hjúkrunanema á 3. - 4. ári

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) óskar eftir að ráða hjúkrunarnema til starfa. HH er fjölskylduvænn vinnustaður sem stuðlar að eftirsóknarverðu og lærdómsríku starfsumhverfi. Hjúkrunarnemar sinna krefjandi og áhugaverðum verkefnum og margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu og hæfni í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Við leitum að hjúkrunarnemum sem lokið hafa a.m.k. tveimur árum í hjúkrunarfræði og eru tilbúnir að takast á við fjölbreytt, spennandi og skemmtileg verkefni innan heilsugæslunnar. Við bjóðum upp á einstaklingsmiðaða aðlögun sem tekur mið af áhugasviði hvers og eins. Mikið er af námstækifærum í heilsugæslunni meðal annars skyndimóttaka, ung- og smábarnavernd, heilsuvernd og forvarnir.

Um er að ræða tímabundin störf þar sem starfshlutfall er breytilegt á Heilsugæslunni í Glæsibæ, Hlíðum, Hvammi og Efstaleiti. Starfsþróunartækifæri eru mörg innan heilsugæslunnar og hvetjum við hjúkrunarnema til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefni verða í samræmi við hversu langt viðkomandi er kominn í námi og áhugasviði viðkomandi
  • Þátttaka í teymisvinnu 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hafa lokið a.m.k. tveimur árum í hjúkrunarnámi
  • Góð samskiptahæfni
  • Jákvæðni og áhugi á læra nýja hluti
  • Íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt6. desember 2024
Umsóknarfrestur6. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Álfabakki 16, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar