Hjúkrunarnemar á 1.-4. ári - hlutastörf með námi á heila-, tauga- og öldrunarbæklunarskurðdeild
Við óskum eftir að ráða 1.-4. árs hjúkrunarnema í hlutastörf með skóla. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulag. Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta. Hjúkrunarnemar fá markvissan stuðning samhliða starfi á deildinni. Ráðið er í störfin sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Heila-, tauga- og öldrunarbæklunarskurðdeild B6 í Fossvogi þjónustar sjúklinga eftir aðgerð eða áverka á heila, mænu og taugum. Hágæslueining fyrir heila- og taugaskurðsjúklinga er einnig starfsrækt innan deildarinnar. Auk þess þjónustar deildin einstaklinga 67 ára og eldri sem hljóta mjaðmabrot. Unnið er eftir hugmyndafræði um flýtibata og mikil áhersla er á teymisvinnu og þverfaglegt samstarf.
Á B6 starfar um 60 manna samheldinn hópur fagfólks og ríkir góður starfsandi. Markvisst er unnið að gæðum og umbótum og góð tækifæri eru til starfsþróunar. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki.