Sérfræðilæknar í geðlækningum óskast í geðþjónustu
Laus eru til umsóknar störf sérfræðilækna í geðlækningum í geðþjónustu Landspítala.
Geðþjónusta Landspítala veitir 2. og 3. stigs geðheilbrigðisþjónustu og ráðgjöf til geðþjónustuaðila á landinu öllu. Störf sérfræðilækna í geðþjónustu eru á legudeildum, dagdeildum, samfélagsgeðteymum, og göngudeildum innan meðferðareininga geðrofssjúkdóma, lyndisraskana, geð- og fíknisjúkdóma og réttar- og öryggisgeðþjónustu. Um er að ræða fjölbreytt störf og eru umsækjendur hvattir til að nefna áhugasvið sitt í umsóknarferlinu.
Leitað er eftir sérfræðilæknum sem hafa áhuga á að vinna að krefjandi verkefnum í umhverfi þar sem fjölbreytni, metnaður og þverfagleg teymisvinna eru í fyrirrúmi með áherslu á umbótastarf og öryggi.
Landspítali býður faglegan stuðning, áherslu á endurmenntun og starfsþróun og þátttöku í að þróa og efla vaxandi þjónustu sem er í forystu í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Störfin eru laus frá 10. janúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi.