Hjúkrunarfræðingur á göngudeild taugasjúkdóma
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á göngudeild taugasjúkdóma. Á deildinni er veitt sérhæfð göngudeildarþjónusta við sjúklinga með taugasjúkdóma á borð við blóðrásartruflanir í heila, hreyfitaugungahrörnun (MND), heila- og mænusigg (MS), flogaveiki og Parkinsonsjúkdóm. Á göngudeildinni gefst einstakt tækifæri til að sérhæfa sig í hjúkrun sjúklinga með taugasjúkdóma. Lögð er áhersla á símenntun starfsfólks og þróunar- og rannsóknarvinnu.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn og fá nánari upplýsingar um starfsemina, áhugasamir hafi samband við Ragnheiði, deildarstjóra.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Upphaf starfs er samkomulag.