Hjúkrunarfræðingur á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild
Við óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga í okkar góða hóp á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 13EG við Hringbraut. Starfshlutfall er 70%-100% og er upphaf starfa samkomulag.
Deildin þjónar einstaklingum sem glíma við sjúkdóma í efri og neðri hluta meltingarvegar og í þvagfærum. Á deildinni starfar kraftmikill hópur tæplega 100 starfsmanna, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sérhæft starfsfólk. Hópurinn er frábær, skemmtilegur og samheldinn og vinnur saman í virkri teymisvinnu. Sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Við bjóðum einstaklingsmiðaða aðlögun eftir þörfum hvers og eins með áherslu á fagmennsku og starfsþróun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari.