Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Yfirlæknir óskast á heilsugæsluna í Rangárþingi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða framúrskarandi yfirlækni á heilsugæsluna í Rangárþingi. Á heilsugæslunni vinnur samhentur hópur af mjög hæfu og lausnamiðuðu starfsfólki að því markmiði að þjónusta skjólstæðinga stöðvarinnar. Rangárþing er einstaklega falleg sveit og góðar samgöngur.

Starfið er leiðtoga- og stjórnunarstarf sem felur í sér faglega, stjórnunarlega og rekstrarlega ábyrgð á starfsemi heilsugæslunnar. Um er að ræða bæði áhugavert og krefjandi starf í skemmtilegum hópi fyrir áhugasaman heilsugæslulækni.

Húsnæði fylgir starfinu og gott aðgengi að leikskólaplássi ef óskað er eftir því.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á og sinnir heilsugæsluþjónustu í Rangárþingi 
  • Skipulag og stjórnun læknisþjónustu á svæðinu 
  • Almennar heilsugæslulækningar og heilsuvernd 
  • Fræðsla til skjólstæðinga og aðstandenda 
  • Vaktþjónusta eftir kl 16 fyrir F1 útköll 
  • Þátttaka í verkefnum innan stofnunarinnar 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt starfsleyfi sem læknir 
  • Sérfræðiréttindi í heimilislækningum 
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Hæfni í tjáningu í ræðu og riti 
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð 
  • Áreiðanleiki, jákvæðni, sveigjanleiki og árangursmiðað viðhorf 
  • Íslenskukunnátta er skilyrði 
Auglýsing birt16. desember 2024
Umsóknarfrestur3. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Árvegur 161836, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar