Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun

Heimahjúkrun í Norðurmiðstöð leitar að jákvæðum og áhugasömum hjúkrunarfræðingi í fjölbreytt og spennandi starf. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulag.

Í Norðurmiðstöð er veitt fjölbreytt þjónusta á sviði velferðar-, skóla- og frístundamála fyrir Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi.

Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, heimastuðnings og endurhæfingarteymis. Markmið þjónustunnar er að veita örugga og góða þjónustu við þjónustuþega.

Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Má þar nefna innleiðingu velferðartækni og fjölbreyttum sérhæfðum verkefnum hjúkrunarfræðinga. Ásamt samvinnu ýmissa fagaðila.

Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða og góðrar yfirsýnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hjúkrun í heimahúsi, í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar og aðrar heilbrigðisstéttir.
  • Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar.
  • Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana og skráning í Sögu.
  • Virk þátttaka í teymisvinnu.
  • Þátttaka í þróun á starfsemi og innleiðingu velferðartækni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum.
  • Íslenskukunnátta C1 í samræmi við evrópska tungumálarammann.
  • Faglegur metnaður og frumkvæði.
  • Góð samskipta-og skipulagshæfni.
  • Ökuréttindi.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
  • Reynsla af öldrunarhjúkrun kostur.
Fríðindi í starfi
  • Sund- og menningarkort.
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsustyrkur
  • Stytting vinnuvikunnar.
  • Mötuneyti.
Auglýsing birt12. desember 2024
Umsóknarfrestur26. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar