Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Félagsráðgjafi í deild virkni og ráðgjafar á Norðurmiðstöð

Norðurmiðstöð leitar að öflugum félagsráðgjafa til starfa í deild virkni og ráðgjafar á Norðurmiðstöð.

Deild virkni og ráðgjafar á Norðurmiðstöð leitar að öflugum félagsráðgjafa til starfa í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Leiðarljós velferðarsviðs er að veita einstaklingum viðeigandi þjónustu undir formerkjum hugmyndafræðinnar Húsnæði fyrst. Þjónustan er einstaklingsmiðuð, batamiðuð og tekur mið af hugmyndafræði um sjálfstætt líf.

Starfið krefst þekkingar á almennri félags- og velferðarþjónustu og hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið er fjölbreytt og snýr að þjónustu við borgarbúa sem unnin er samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki.

Um er að ræða fastráðningu og er kostur ef viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita félagslega ráðgjöf til einstaklinga m.a. vegna félagslegra aðstæðna, húsnæðismála, óvinnufærni, atvinnuleysis, virkni og vímuefnamála.
  • Greining á þjónustuþörf og ráðgjöf m.a. varðandi fjárhagsaðstoð, húsnæðismál og þeirrar þjónustu og stuðningsúrræða sem eru í boði bæði hjá Reykjavíkurborg og hjá öðrum.
  • Sinna verkefnum sem taka til almennrar félags- og velferðarþjónustu auk þróunar á þjónustu.
  • Þátttaka í þverfaglegu samstarfi innan og utan velferðarsviðs.
  • Starfa í samræmi við lög, reglur og stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf.
  • Þekking og reynsla í vinnslu og meðferð mála með einstaklinga æskileg.
  • Þekking og reynsla af sviði velferðarþjónustu.
  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi.
  • Áhugi á teymisvinnu.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Góð íslenskukunnátta (C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
  • Enskukunnátta, önnur tungumálakunnátta æskileg.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Sundkort
  • Menningarkort
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Möguleiki á samgöngustyrk
Auglýsing birt16. desember 2024
Umsóknarfrestur2. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar