Félagsráðgjafi óskast í miðbæinn
Vesturmiðstöð óskar eftir metnaðarfullum og drífandi einstaklingi með einlægan áhuga á þjónustu við börn og fjölskyldur. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Vesturmiðstöð er framsækinn vinnustaður sem býður upp á spennandi tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á þjónustu við börn, fjölskyldur og skóla. Í boði er vinna í málefnum barna, skóla og fjölskyldna með metnaðarfullum hópi fagmanna eins og félagsráðgjöfum, kennsluráðgjöfum, sálfræðingum, hegðunarráðgjöfum og talmeinafræðingum. Starfið felur í sér þátttöku í sameiginlegu verkefni velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs, Betri borg fyrir börn. Markmið verkefnisins er að efla þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra og þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs. Um fullt framtíðarstarf er að ræða.
- Félagsleg ráðgjöf við börn, unglinga, foreldra og starfsfólks skóla.
- Taka þátt í þróun þjónustu á deild barna og fjölskyldna
- Þverfaglegt starf á þjónustumiðstöð og við samstarfsstofnanir (s.s. heilsugæslu, barnavernd o.fl)
- Þekking og reynsla í vinnslu og meðferð mála sem tengjast börnum og fjölskyldum.
- Þekking og reynsla á sviði velferðarþjónustu æskileg.
- Löggilding til að starfa sem félagsráðgjafi.
- Viðeigandi þekking og reynsla á sviði félagsráðgjafar.
- Þekking og reynsla á sviði ráðgjafar til unglinga er kostur.
- Þekking og reynsla af farsældarlögum og Betri borg fyrir börn.
- Áhugi á þróun þjónustu félagsráðgjafar og þverfaglegs starfs.
- Skipulagshæfileikar, sjálfstæði, frumkvæði og leikni í mannlegum samskiptum.
- Íslenskukunnátta á stigi C1 (samkvæmt evrópska tungumálaramma).
- Gerð er krafa um hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
- Sveigjanlegur vinnutími
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Menningarkort Reykjavíkur
- Frítt í sundlaugar Reykjavíkur
- Stuðnings- og ráðgjafateymi