Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu
Rauði krossinn í Reykjavík var stofnaður 27. apríl, 1950 og er stærsta deild Rauða krossins á Íslandi, með um átta þúsund félaga, eða um 40 prósent af heildinni. Allir félagar sem hafa greitt árgjaldið fyrir lok undangengins árs hafa atkvæðarétt og kjörgengi á aðalfundi, sem er að jafnaði haldinn í mars á hverju ári. Rúmlega 20 starfsmenn og 750 sjálfboðaliðar sinna verkefnum deildarinnar.
Ylja neyslurými - Hjúkrunarfræðingur
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu leitar að hjúkrunarfræðingi í 50% starf í nýtt skaðaminnkunarverkefnið félagsins, neyslurýmið Ylju.
Ylja neyslurými er skaðaminnkandi úrræði fyrir einstaklinga sem nota vímuefni í æði. Markmið verkefnisins er að auka lífsgæði og bæta heilsufar þeirra sem nota reglubundið vímuefni í æð.
Skilyrði er að umsækjendur þekki vel til hugmyndafræði skaðaminnkunar og hafi óbilandi áhuga á mannréttindum jaðarsettra einstaklinga.
Í boði er nýtt og afar fjölbreytt og áhugavert starf í teymi skaðaminnkunar fyrir réttan aðila.
Starfið er tímabundið að öllum líkindum í 1 ár og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á að veita heilbrigðiþjónustu í neyslurýminu sem stendur einstaklingum sem nota vímuefni til boða, með því að bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu, aðstöðu til öruggrar notkunar og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða, í þeirra nærumhverfi
- Viðkomandi stendur vaktina í neyslurými ásamt starfsfólki neyslurýmisins
- Vinnur að verklagsreglum er lúta að heilbrigðisverklagi fyrir staðbundið neyslurými í samvinnu við hjúkrunarfræðing skaðaminnkunarteymisins
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hjúkrunarfræði eða önnur heilbrigðismenntun ss lyfjafræði, félagsráðgjöf eða annað
- Góð þekking á hugmyndafræði skaðaminnkunar
- Góð þekking og þjálfun í samskiptum
- Þekking á málefnum og starfi Rauða krossins er kostur
- Getur unnið að notendamiðuðu vettvangsstarfi
- Góð íslensku og ensku kunnátta
Fríðindi í starfi
- Símastyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfimínútur
- Íþróttastyrkur
Auglýsing birt12. desember 2024
Umsóknarfrestur27. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 5, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHjúkrunarfræðingurJákvæðniMannleg samskiptiSkipulagSveigjanleikiVinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Sjúkraliði á dagdeild skurðlækninga í Fossvogi
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur á dagdeild skurðlækninga Fossvogi
Landspítali
Félagsráðgjafar í félagsráðgjafaþjónustu
Landspítali
Félagsráðgjafi í velferðarþjónustu Árborgar
Sveitarfélagið Árborg
Sjúkraliði óskast á öldrunarlækningadeild L4 á Landakoti
Landspítali
Customer Experience Manager
Medis
Hjúkrunardeildarstjóri - Skjól
Skjól hjúkrunarheimili
Aðstoðardeildarstjóri í geðrofs- og samfélagsgeðteymi
Landspítali
Starfsmaður í umönnun á K2 Landakoti
Landspítali
Sjúkraliði á öldrunarlækningadeild K2 Landakoti
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Félags- eða fjölskylduráðgjafi í deild Barna og fjölskyldna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið